Greinasafn fyrir flokkinn: Bílasvið

Flugbjörgunarsveitin fær gamlan strætisvagn að gjöf

no images were found

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., afhenti Flugbjörgunarsveitinni gamlan strætisvagn að gjöf síðastliðinn föstudaginn. Baldur Ingi Halldórsson, bílaflokksformaður hjá Flugbjörgunarsveitinni, tók á móti vagninum. Fyrirhugað er að gefa einnig vagna til Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Brunavarna Árnessýslu. Baldur Ingi segir að vagninn sem Flugbjörgunarsveitin fékk að gjöf verði meðal annars nýttur við nýliðaþjálfun og æfingar.

„Þá nýtist vagninn einnig sem bækistöð og móttökustaður fyrir sjúklinga og björgunarfólk í stórum aðgerðum. Hann mun því nýtast okkur mjög vel og þessi gjöf einfaldar mér lífið sem bílaflokksformaður.“

Strætó bs. tók tólf nýja vagna í notkun í síðasta mánuði og því losnaði um eldri vagna.

„Einhverjum þeirra verður fargað og aðrir nýttir í varahluti, en það er gott að geta gefið vagna til þeirra sem vinna jafn óeigingjarnt starf og björgunarsveitir og slökkvilið gera.“

sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, að lokum.

Aðalfundur FBSR 2013

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn þann 8. maí 2013 kl. 20:00 í húsi sveitarinnar að Flugvallarvegi.

Dagskrá fundarins:
1.    Formaður setur fund.
2.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
3.    Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4.    Endurskoðaður rekstrar og efnahagsreikningur 2012, samþykktur af félagslega kjörnum endurskoðendum og umræður um hann.
5.    Inntaka nýrra félaga.
6.    Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.500 (í reiðufé)
7.    Kosning formanns (til eins árs).
8.    Kosning tveggja meðstjórnenda (árlega til tveggja ára).
8.a  Kosning meðstjórnanda til eins árs í stað fráfarandi stjórnarmanns
9.    Kosning tveggja varastjórnenda (til eins árs).
10.  Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
11.  Tillaga að lagabreytingu, umræða og kosning
12.  Önnur mál

Lagabreytingatillaga hefur löglega borist stjórn og er svo hljóðandi:
„Við undirritaðir Marteinn Sigurðsson og Stefán Þórarinsson gerum það að tillögu okkar að 1. Lið í 3. Grein laga FBSR sem hljóðar svo „Að verða minnsta kosti 17 ára á því ári sem þjálfun byrjar“ verði breytt og mun hljóða svo „Að vera 19 ára þegar þjálfun hefst en undanþágu má gera hafi viðkomandi orðið 18 ára á árinu sem þjálfun hefst“.

Við hvetjum alla félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Grímsfjall

Helgina 16. – 18. janúar ætla bílahópar á svæði 1 að fara saman í gufubað á Grímsfjalli. Enn eru einhver sæti laus í sveitarbílum.

Skráning og frekari upplýsingar hjá Halldóri – halldorgm<hjá>gmail.com eða í síma 695-4998